Perla María er farin í leikskólann og Hákon í tíma í 4.- og 5. bekk. Gréta er inni í skúr að vinna - það dynja á okkur hamarshöggin og högg úr heftibyssunni. Hún er greinilega að berja saman blindramma og strekkja á þá striga. Við Hringur erum hérna frammi á ganginum að ná okkur niður eftir hamaganginn sem fylgir því að koma Perlu Maríu og Hákoni af stað í skólana. Ég var að ganga frá í eldhúsinu og setja þvottavélina af stað.
Hringur er búinn að vera lasinn í nótt og í morgun. Hann er með ælupest. Nú liggur hann með sleikjó í sófanum og hreyfir hvorki legg né lið. Alveg búinn á því eftir síðusta krampa. Ég ætla að vera heima með honum í dag.
Eldri krakkarnir munu sýna dans seinna í dag. Það er að ljúka dansnámskeiði sem þau hafa sótt síðustu vikurnar. Ég missi af því.
Æi, greyið Hringur, vonandi gengur þetta hratt yfir.
SvaraEyðaEru þeir ekki ferlega líkir bræðurnir? Ég hvet þig til þess að finna mynd af Hákoni þegar að hann var á aldri við Hring svo að við getum borið þá saman;o)
Þeir eru nánast eins.
SvaraEyða