laugardagur, október 28

Fangakórinn

Hefði diskurinn okkar Hilmars farið illa í fólk og það ekki keypt hann af okkur hefðum við lent illa í því. Við vorum farnir að kvíða því að lenda e.t.v á Hrauninu í skuldafangelsi. En Hilmar var fljótur að sjá jákvæða hlið á því. Þá fengjum við nefnilega að syngja í fangakórnum hjá séra Gunnari Björnssyni. Það er örugglega stuð í þeim félagsskap.

Finnst ykkur það ekki flott hjá Gunnsa presti að láta fangana syngja í kór? Það finnst mér. Það er ekkert nema mannbætandi að syngja, og þá sérstaklega í kór.

2 ummæli:

  1. Mér finnst fangakórinn alveg brilliant og getur örugglega ekki leitt neitt nema gott af sér!!!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:03 e.h.

    Er viss um að þið mynduð sóma ykkur vel í kórnum.
    Sé ykkur fyrir mér í langröndóttum búningum með röndóttan koll á höfði kyrjandi fangablús :)
    Bkv.
    Skúli

    SvaraEyða