laugardagur, október 28

Dagbók

Dagurinn byrjaði vel.

Og þannig leið hann áfram um stund. Ég vann eitthvert verðmætasta góðverk sem ég hef unnið um dagana. Það vann ég í þágu Ungmennafélagsins í Bolungavík. Ég læt það vera að svo stöddu að skýra nánar í hverju góðverkið fólst. En læt þess þó getið að það tengist Koníakssulli og Ópalsnafssumbli á frænda mínum á Spáni.

Svo fór ég á kóræfingu og söng á skemmtun í Aratungu. Og mér tókst að koma út fjórtán geisladiskum á einu bretti. Hjúkk!

2 ummæli:

  1. að er sko ekki lognmollan í kring um þig Kalli minn!!! ;o)

    SvaraEyða
  2. Mig grunar í hverju góðverkið fólst, þú átt skilið miklar þakkir fyrir það.

    En sullið og sumblið var nú meira í orði en á borði, enda varð fuglinn aðeins einn, og það á síðasta degi ferðarinnar.

    SvaraEyða