Gutti hafði þetta. Hann á eftir að reynast drjúgur á þinginu. Gunnar Sturla og Flosi gerðu óð um hann þegar hann varð fimmtugur þar sem sungið var að Gutti væri góður drengur. Þau orð eiga vel við hann.
Ég gleymdi einum í gær þegar ég var að skrifa um fólkið á listanum sem ég hef haft kynni af. Einnum kynntist ég lítillega en hef síðan ekki hitt hann. Það er presturinn.
Kalli Matt var sóknarprestur á Ísó þegar ég var í ræðuliði Menntaskólans 1989. Hann hjálpaði okkur í liðinu að búa okkur undir efnið „Er djöfullinn til?". Hann leiddi okkur í gegnum þá staði í Biblíunni þar sem við gátum notað. Kalli var mjög skemmtilegur. Mig minnir að í liðinu með mér hafi verið þau Vigdís Jakobs, Margrét (man ekki meir) og Jón Yngvi.
He, he, meira að segja hinn heiðblái eiginmaður minn er að hugsa um að kjósa Samfylkinguna...bara út af einum manni;o)
SvaraEyða