laugardagur, september 23

Þing (part II)

Sæmilegt þing afstaðið. Eftirminnilegast var sannarlega þegar ég uppgötvaði að skemmtilegi maðurinn sem ég búinn að spjalla við lengi, væri gamall heimagangur á æskuheimili mínu í Bolungavík. Við spjölluðum heilmikið um þá tíma þegar hann kom að sunnan til að vinna fyrir vestan. Ég fékk þarna stórkostlega skemmtilega sýn gestsins úr Reykjavík á lífið í Víkinni á þessum tíma. Annars var þingið hefðbundið: Fyrirlestrar, kynningar, fundir og spjall, árshátíð, söngur og heitur pottur.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus3:21 e.h.

    Hvað heitir svo þessi skemmtilegi maður?

    SvaraEyða
  2. Ari. Þú manst örugglega ekki eftir honum. Þú hefur verið eins og tveggja ára þegar hann var fyrir vestan. Hann er vinur Auðuns Eiríks.

    SvaraEyða