Á Ísafirði rífst fólkið í bæjarpólitíkinni vegna ekki neins. Það er kominn upp svona dæmigerður pólitískur sandkassaleikur þar sem allt fer í háa loft vegna einhvers sem skiptir íbúana ekki neinu. Þetta þykja mikil tíðindi og á vefsíðu BB eru af þessu fréttir og sýnist sitt hverjum. Á meðan eru einu fréttirnar úr Víkinni af ástarvikunni og hátíðarhöldum vegna komu nýja bæjarstjórans. Svona þyrfti þetta alltaf að vera: Að á meðan menn hnakkrífast út af engu á Ísó séu Bolvíkingar bara að chilla í sátt og samlyndi og elskast. Þetta heitir að skapa sveitarfélaginu jákvæða ímynd, - er það ekki?
Ég skil ekki hvernig þeir nenna að vera alltaf í þessum ófriði á Ísafirði. Það er bara friðsælt í Víkinni eins og venjulega.
SvaraEyðaÁstin er út um allt hérna í Víkinni. Við mæðgur skruppum í sund í morgun og það var allt skreytt með rauðum hjartalaga blöðrum, ótrúlega sætt!!
SvaraEyðaKnúsaðu konuna þína og börnin í tilefni ástarvikunnar frá mér.
Hilsen,
Dóra.
Líst vel á þessa ástarviku og gott að vita að Bolvíkingar eru duglegir að fjölga sér. Fólk hérna fær áfall þegar ég segi þeim að ég kem frá bæ með 1300 manns, og fara í enn frekara áfall þegar þeir komast að því að það eru núna bara um 800 eftir þarna, er það ekki annars íbúatalan hjá "okkur" þessa dagana?
SvaraEyða