Amma gaf Örvari, mági mínum, þennan bíl. Nú er hann búinn að flytja hann heim í skúrinn til sín í Hafnarfirði og ætlar að hressa upp á hann. Hann hefur staðið ónotaður inni í herbergi í kjallaranum hjá ömmu lengi. Síðast þegar ég man eftir honum á götunum var þegar ég fermdist. Þá var hann tekinn út og Atli ók honum í kirkjuna. Það var í maí 1987.
Þetta er flottur bíll. Ég hlakka til að sjá hann á götum Hafnarfjarðar.
Ég man eftir því að hafa farið einu sinni í þennan bíl og það var einmitt á þeim merka degi þegar þú fermdist. Þessi bíll var með númerið Í-841 en Chevrolettinn var með númerið Í-141.
SvaraEyðaKannski við systkinin eigum eftir að taka einn rúnt á honum í Hafnarfirðinum, hver veit?
Frábært framtak.
SvaraEyða