sunnudagur, júlí 23

Helgin

Okkur Grétu var boðið í brúðkaup og veislu til Reykjavíkur í gær. Krökkunum dreifðum við út um allt, Hringur var hjá Bensa í nýja bústaðnum í Kjósinni, Perla María hjá Guðrúnu frænku í Sólheimunum og Hákon í Skálholti. Í dag söng ég við ægilega hátíðlega messu í Skálholti. Veðrið er búið að vera alveg meiriháttar gott. Þetta var mjög skemmtilegt þarna í Skálholti í dag. Eftir að það var allt yfirstaðið drifum við okkur í Kjósina og borðuðum með Bensa og Önnu, Hjördísi og Guðrúnu og öllum krökkunum. Það var fallegt að aka þessa leið um Þingvelli í svona góðu veðri.

Ísland - langbest.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus12:17 e.h.

    Betra en á bryggjuspottanum í Sverige?

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:00 f.h.

    Hi! Just want to say what a nice site. Bye, see you soon.
    »

    SvaraEyða