laugardagur, júní 24

Sirkus og sýning


Hákon & Gabríel voru á sirkusnámskeiði í Waldorf skólanum í Lækjarbotnum alla síðustu viku. Í gær var svo sýning. Hér er mynd frá henni og á myndasíðunni okkar verður fljótt hægt að sjá fleiri myndir.

Svo opnar málverkasýning Grétu í kvöld. Þar ætlum við líka að taka myndir og setja eitthvað á vefinn. Reyndar stendur alltaf til að gera heimasíðu handa henni og það er búið að redda hugbúnaði í það og léni (meira að segja lénum) og öllu. Það þarf bara að fara gefa sér tíma í þetta. Ég er búinn að kalla á nokkra félaga til að taka í hljóðfæri með mér við opnunina í kvöld. Það verður örugglega gaman.

Við Hilmar vorum að spila í gærkvöldi í flottri veislu í Laugarási. Það gekk prýðilega hjá okkur, var líklega best heppnaðasta dinnes session okkar hingað til. Fólkið var ánægt með okkur. Þarna skemmtu Jónas Þórir, Egill Ólafsson og Bergþór Pálsson. Mikið ofboðslega eru þeir góðir. Við létum nú líða smástund eftir að þeirra atriði lauk þangað til við byrjuðum aftur á okkar.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus6:58 e.h.

    Oh hvað ég vildi að ég gæti verið á sýningunni í kvöld. Hlakka til að sjá sýninguna og auðvitað ykkur þegar ég kem í næstu viku.
    Gangi ykkur vel í kvöld og góða skemmtun.
    Kveðja,
    sys.

    SvaraEyða