sunnudagur, júní 11

Hellulagt i rigningunni

Við höfum verið að leggja hellur fyrir framan húsið hjá okkur. Þetta er óttalegt puð. Nú er orðið miklu huggulegra fyrir utan hjá okkar og við vonumst til að minna berist af sandi inn á gólf hjá okkur en gerði áður.

Það er búið að hellirigna í Tungunum í dag.

Ég skrapp í Skálholt í dag og söng með kórnum við eina fermingarmessu. Svo er nú eitthvað svolítið framundan í spileríi. Það er fínt að hafa eitthvað svolítið að gera á þeim vettvangi. Það er yfirleitt svo ofboðslega gaman!

2 ummæli:

  1. Nafnlaus10:08 e.h.

    Hæ, langt síðan að ég kíkti á bloggið þitt Kalli. Gaman að geta fylgst með ykkur. Bið að heilsa Grétu. Þið vitið að þið eruð ávallt velkominn í heimsókn.

    kær kveðja
    Christel

    SvaraEyða