Einu sinni fékk Bjöggi vinur minn mig til að hjálpa sér við að spila og syngja tónlist inn á stuttmynd sem hann var að gera í Kvikmyndaskóla Íslands. Þá fékk ég Ödda frænda minn og Önna Páls til að hjálpa okkur við upptökurnar. Það endaði náttúruelga með því að önfirski trommarinn hjálpaði okkur nú talsvert við flutninginn líka. Þetta var frekar glatað soundtrack hjá okkur. En það var skemmtilegt að fara og vera við frumsýningu (og reyndar einu sýningu) myndarinnar í Tjarnarbíói.
Sæll og blessaður!
SvaraEyðaFannst ég verða að kvitta fyrir komuna. Á örugglega eftir að koma hérna við öðru hvoru;)
Kveðja frá Svíþjóð!!!
Er það bara ég eða var það ekki eitthvað video sem árgangurinn átti eftir að sjá frá einhverri Ítalíu ferð??? Nei bara svona að spyrja;)