Á morgun er öskudagurinn. Krakkarnir fara allir á öskudagsskemmtun. Litlu börnin með leikskólanum og Hákon á skemmtun fyrir eldri börnin í íþróttahúsinu. Við þurfum að muna eftir að taka myndir af krökkunum og setja á myndasíðuna.
Ég á nokkrar minningar um öskudaginn í Bolungavík í gamla daga. ég man enu sinni eftir því að slegið hafi verið sælgæti úr tunnu á skólavellinum. Það var Jónas Pétur, frændi minn, sem átti höggið sem varð til þess að tunnan gaf sig loksins. Ég var ferlega ánægður með hann. Fannst mjög merkilegt að þekkja svona hetju. Ekki man ég eftir að við hefðum verið mikið að syngja. Við létum bara nægja að klæða okkur upp og ganga svo í hús úr húsi og sníkja gotterí. Þetta gerðum við ekki aðeins á öskudagskvöld heldur að kvöldi bolludags og sprengidags líka. Þetta er kallað að maska fyrir vestan. Ætli það sé ekki enskusletta? Þetta er enn við líði í Víkinni. Þetta er algjör plága fyrir blessaða íbúana.
Hér í Tungunum komu einhverjir krakkar og sungu fyrir okkur í fyrra. En það var nú lítið eins og gefur að skilja í sveitinni.
What!!! Kom eg serstaka ferð með drengina mina i Vikina til að þeir færu að plaga ibuana? Þetta er i minum huga sertakt fyrir heimahagana og þvi ber að halda við. Gaman væri að þekkja sögu siðarins. Veit það einhver?
SvaraEyðaOg by the way, Kalli, eg elska ad koma her inn og lesa eins og fleiri!!