mánudagur, september 6

Jæja

Þegar kennarinn benti á landakortið og sagði:
„Þarna er Fljótshlíðin."
rétti ég upp hönd og hrópaði:
„Þar var ég!"

Einhvernveginn svona er eitt af ljóðunum sem gerast í skólastofu. Það er eftir Þórð Helgason. Þórður var leiðsögukennarinn minn í lokaverkefni mínu í Kennó. Þá skrifaði ég um ljóð sem fjalla um skólann og tók saman nokkuð stórt safn af svoleiðis kveðskap.

Annað ljóð var eftri skólasystur mína, Guðlaugu björgvinsdóttur. Það er svona:

Hann var kennari og kom aldrei aftur
hann skrapp út í sjoppu
og nú sitja nemendur hans
hnípnir í stofunni

það var einnar mínútu þögn í minningu hans

hann fékk þá loksins það sem hann vildi.

kennarinn sem kom aldrei aftur
sem kom aldrei aftur.

1 ummæli: