þriðjudagur, febrúar 3

Jeg har travlt!

Nóg að gera þessa dagana.

Það koma þrjú svona tímabil á hverjum vetri í mínu starfi. Nú eru nemendur í prófum. Ég er að setja saman próf, sitja yfir þeim, fara yfir þau, skoða niðurstöðurnar, skrá vitnisburðinn og undirbúa foreldraviðtöl. Þetta eru 12 -18 tímar alla daga í tvær vikur. Yfirleitt er svo rólegra strax á eftir.

Nú er ég hins vegar, mitt í öllu þessu, að ganga frá blaðagrein sem mun birtast í næsta tölublaði Skólavörðunnar (fagtímarit íslenskra kennara). Ég hef gert þetta áður og finnst þetta ofboðlega skemmtilegt. Væri til í að skrifa meira (ef ég fengi almennilega borgað fyrir það!!!).

Kalli

1 ummæli: